Á Álfadeild eru 10 börn fædd 2019 og 2020

Starfsfólk á deildinni: Halldóra deildarstjóri, Ásdís, Birna og Íris


Dagskipulag Álfadeildar:

Kl. 7:45 - 8:10 Róleg stund

Kl. 8:10 - 8:40 Morgunverður (börnin þurfa að vera komin 8:30 eigi þau að fá morgunmat)

Kl. 8:45 - 9:00 Söngstund

Kl. 9:005 - 10:00 Hópastarf

Kl. 10:00 - 11:15 Útivera

Kl.11:15 - 12:00 Hádegismatur

Kl.12:00 - 12:30 Svefn/Hvíld - samverustundir

Kl. 12:30 - 13:00 Frjáls leikur

Kl.13:00 - 14:00 Útivera

Kl.14:10 - 14:40 Síðdegishressing

Kl.15:00 - 16:00 Frjáls leikur

Kl. 16:00 - 16:15 Frágangur/ Leikskólinn lokar


Í hópastarfi er börnunum skipt upp í minni hópa eftir aldri og það eru 4-6 börn í hverjum hóp og einn kennari. Meginmarkmiðið er að börnin upplifi sig sem hluta af hóp, læri að umgangast aðra og eiga jákvæð samskipti við félaga sína. Boðið er upp á fjölbreytt verkefni sem hæfa aldri og þroska hvers hóps, hvetja börnin til að prófa sig áfram og þjálfa helstu þroskaþættina, þ.e. fín- og grófhreyfingar, félagsþroska og málþroska.

Svefn og hvíld: Öll börnin á deildinni leggja sig eftir hádegið og hafa til afnota dýnu, kodda og teppi. Flest sofna en önnur liggja kyrr og hlusta á tónlist eða sögu. Þau sem nota snuð eða annað til að sofna þurfa að koma með það þegar þau byrja en geyma það í leikskólanum.