Innskráning í Karellen
news

Aðstoðarmatráður óskast

08. 11. 2019

Heilsuleikskólinn Álfasteinn óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð í 50 % stöðu sem fyrst. Ráðningin er tímabundin með möguleika á framtíðarráðningu. Vinnutími er frá 9:00 til 13:00. Álfasteinn í Hörgársveit er með rými fyrir 44 börn á aldrinum 1–6 ára og 14 starfsmenn. Leikskólinn er staðsettur rétt norðan við Akureyri. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með góða samskiptahæfni. Áhugi á matargerð og heilnæmu fæði er skilyrði.

Starfssvið viðkomandi er að sinna verkefnum sem næsti yfirmaður úthlutar samkvæmt skipulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • aðstoðar við matseld í hádegi og síðdegi.
  • fylgir eftir gæðastuðlum varðandi matseld.
  • tekur að sér matseld í fjarveru matráðar upp að því marki sem hægt er.
  • kynnir sér vel þá einstaklinga sem eru með ofnæmi og óþol.
  • fer eftir þrifaáætlun.
  • situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfssemi leikskólans.
  • sveigjanleiki og frumkvæði í starfi.
  • sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • sinnir þvotti ásamt matráð.

Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember nk. Upplýsingar gefur Hugrún Hermannsdóttir skólastjóri og Sigríður Þorsteinsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 460-1760 frá 8.00 til 14:00, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið alfasteinn@horgarsveit.is