news

COVID-19 ráðstafanir og ný forstofa

05. 10. 2020

Vegna breytna ráðstafana tengt COVID-19 biðjum við foreldra að koma aðeins í forstofur barnanna, en ekki inn á deild. Kennari verður í forstofunni að taka á móti börnum og skila þeim í lok dags. Ef þið þurfið nauðsynlega að fara inn á deild biðjum við ykkur um að nota grímur.

Til að virða 1 metra regluna og fjöldatakmarkanir er gert ráð fyrir að í mesta lagi séu 6 í einu í forstofu Trölladeildar og 3 á Álfadeild. En nú hefur verið tekin í notkun ný forstofa á Álfadeild. Frá og með mánudeginum 5. október munu yngstu 2 árgangarnir eiga fatahólf þar. Vinsamlegast staldrið við úti ef þið sjáið að fleiri en þessi ákveðni fjöldi er í forstofunni.

Munum svo sprittið og reynum að láta þetta ganga vel fyrir sig.