news

Dagur mannréttinda barna

20. 11. 2020

Í dag, 20. nóvember, er dagur mannréttinda barna og af því til efni var opnaður nýr og endurbættur vefur um Barnasáttmálann, https://www.barnasattmali.is/is. Þar er Barnasáttmálinn á barnvænu máli, á fjölda tungumála og á táknmáli. Einnig er á vefnum vefþula sem nýtist blindum og sjónskertum börnum.

Á vefnum er líka hægt að nálgast fræðslu um Barnasáttmálann og mannréttindi barna fyrir börn, kennara og foreldra. Við hvetjum alla til að skoða þennan vef og kynna sér mannréttindi barna.