Innskráning í Karellen
news

Íbúafundur vegna skólastefnu

18. 11. 2019

SKÓLASTEFNA HÖRGÁRSVEITAR

Vinnunefnd fyrir endurskoðun skólastefnu Hörgársveitar boðar til íbúafundar laugardaginn 23. nóvember kl. 10-12 í Þelamerkurskóla.

Núverandi skólastefna var samþykkt í mai 2016 til þriggja ára og komið er að endurskoðun hennar. Hægt er að kynna sér skólastefnuna á heimasíðu Hörgársveitar á slóðinni: https://www.horgarsveit.is/static/files/thjonusta/... , einnig er hægt að sjá leiðbeiningar um mótun skólastefnu í sveitarfélögum inn á eftirfarandi slóð: https://www.samband.is/media/stefnumotun-i-skolama...

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að koma á fundinn og hafa áhrif á skólasamfélagið. Veitingar í boði.