Innskráning í Karellen
news

Laus störf á Álfasteini

17. 04. 2019

Heilsuleikskólinn Álfasteinn óskar eftir að ráða annarsvegar 100% deildarstjóra og hinsvegar leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun frá 1. júní og/eða 6. ágúst nk.

Leikskólinn er 2ja deilda, stækkandi skóli, með rými fyrir 44 börn á aldrinum 1 – 6 ára, staðsettur í 5 mín. akstursfjarlægð frá Akureyri.

Einkunnarorð skólans eru “Með sól í hjarta” og er mikil áhersla lögð á gleði og vellíðan barna, næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Unnið er með jákvæðan aga, grænfánaverkefni Landverndar og lífsleikni.

Starfssvið deildarstjóra: Starfar samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra í kjarasamningum FL, lögum og reglugerðum um leikskóla, öðrum lögum er við eiga s.s. aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er kostur.
  • Reynsla af stjórnun og/eða starfi með börnum er kostur.
  • Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi.
  • Mikilvægt er að viðkomandi sé mjög góður í mannlegum samskiptum, hafi frumkvæði, sé sveigjanlegur í starfi og tilbúin að takast á við skemmtilegt og krefjandi starf.
  • Mjög góð færni í íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.


Starfssvið leikskólakennara: Starfar samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara í kjarasamningum FL, lögum og reglugerðum um leikskóla, öðrum lögum er við eiga s.s. aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi.
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur.
  • Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi.
  • Mikilvægt er að viðkomandi sé mjög góður í mannlegum samskiptum, hafi frumkvæði, sé sveigjanlegur í starfi og tilbúin að takast á við skemmtilegt og krefjandi starf.
  • Mjög góð færni í íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
  • Leitað er eftir fólki sem hefur gleði og ánægju af að starfa með börnum. Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Ef ekki fæst leikskólakennari eða einstaklingur með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi eru þær umsóknir teknar til skoðunar og eru þá laun samkvæmt kjarasamningi í viðkomandi stéttarfélagi.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um áherslur í starfi leikskólans má sjá á heimasíðu Álfasteins: alfasteinnhorgarsveit.is

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl nk. og skal umsóknum skilað, ásamt ferilskrá á neðangreint netfang. Upplýsingar gefur Hugrún Hermannsd. skólastjóri eða Sigríður Þorsteinsd. staðgengill skólastjóra í síma 460-1760, netfang alfasteinn@horgarsveit.is