Á Álfadeild eru 14 börn fædd 2021
Starfsfólk á deildinni: Jelena deildarstjóri , Kristrún, Helga, Ólöf Eyrún og Sigrún
Dagskipulag Álfadeildar:
Kl. 7:45 - 8:10 Róleg stund
Kl. 8:10 - 8:40 Morgunverður (börnin þurfa að vera komin 8:30 eigi þau að fá morgunmat)
Kl. 8:45 - 9:00 Söngstund
Kl. 9:005 - 10:00 Hópastarf
Kl. 10:00 - 11:15 Útivera
Kl.11:15 - 12:00 Hádegismatur
Kl.12:00 - 12:30 Svefn/Hvíld
Kl. 12:30 - 13:00 Frjáls leikur
Kl.13:00 - 14:00 Útivera/ val
Kl.14:10 - 14:40 Síðdegishressing
Kl.15:00 - 16:00 Frjáls leikur
Kl. 16:00 - 16:15 Frágangur/ Leikskólinn lokar
Í hópastarfi er börnunum skipt upp í minni hópa eftir aldri og það eru 4-5 börn í hverjum hóp og einn kennari. Meginmarkmiðið er að börnin upplifi sig sem hluta af hóp, læri að umgangast aðra og eiga jákvæð samskipti við félaga sína. Boðið er upp á fjölbreytt verkefni sem hæfa aldri og þroska hvers hóps, hvetja börnin til að prófa sig áfram og þjálfa helstu þroskaþættina, þ.e. fín- og grófhreyfingar, félagsþroska og málþroska.
Svefn og hvíld: Öll börnin á deildinni leggja sig eftir hádegið og hafa til afnota dýnu, kodda og teppi. Þau sem nota snuð eða annað til að sofna þurfa að koma með það þegar þau byrja en geyma það í leikskólanum.