Innskráning í Karellen
news

Leikskólakennari - atvinna

13. 06. 2022

Heilsuleikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi frá 19. ágúst nk. í 100% starf.

Leikskólinn er 3ja deilda skóli með 70 rýmum.

Einkunnarorð skólans eru “Með sól í hjarta” og er mikil áhersla lögð á gleði og vellíðan barna, næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Einnig er unnið með jákvæðan aga (Positive Discipline) og grænfánaverkefni Landverndar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs
  • Að taka þátt í foreldrasamstarfi í samráði við deildarstjóra
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af uppeldis og kennslustörfum æskileg
  • Góð færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Mjög góð færni í íslensku

Leitað er eftir fólki sem hefur gleði og ánægju af að starfa með börnum. Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Nánari upplýsingar um áherslur í starfi leikskólans má sjá á heimasíðu leikskólans alfasteinnhorgarsveit.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Ef ekki fæst leikskólakennari eða einstaklingur með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi eru aðrar umsóknir teknar til skoðunar og eru þá laun samkvæmt kjarasamningi SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní nk. og skal umsóknum skilað, ásamt ferilskrá á alfasteinn@horgarsveit.is

Upplýsingar gefur Hugrún Hermannsd. skólastjóri eða Sigríður Þorsteinsd. aðstoðarskólastjóri í síma 460-1760, netfang alfasteinn@horgarsveit.is