Innskráning í Karellen
news

Hátíð á Álfasteini

03. 10. 2023

Laugardaginn 30. september 2023 var haldin formleg vígsla á nýjustu viðbyggingum leikskólans og sveitungum var boðið að koma og sjá glæsilega leikskólann okkar. Eftir ræður og borðaklippingu gat fólk farið um leikskólann til að skoða bygginguna og listaverk eftir börnin. Þá var líka boðið upp á kaffi, vatn og djús ásamt kleinum. Við þökkum öllum þeim sem komu.