Innskráning í Karellen
news

Sumarhátíð Álfasteins

02. 06. 2023

Sumarhátíð Álfasteins var haldin þann 2. júní 2023. Börnin byrjuðu á að syngja fyrir gestina og svo var hægt að skoða listaverk barnanna, setja niður fræ, hoppa í hoppuköstulum og margt fleira. Boðið var upp á grillaðar pylsur sem stjórn foreldrafélagsins Álfavina sá um að afgreiða. Við skemmtum okkur mjög vel.