Innskráning í Karellen

leikskólanum er fylgst vel með þroskaframvindu barnanna og eftirfarandi tæki notuð til þess:

EFI – 2 er málþroskaskimun sem kennarar Álfasteins leggja fyrir öll börn á fjórða ári. EFI – 2 kannar málskilning og tjáningarfærni barna.

Hljómpróf er notað til að skima fyrir lestrarerfiðleikum hjá öllum börnum í elsta árgangi í leikskóla. Prófið er lagt fyrir í september og aftur í febrúar ef niðurstöður eru undir meðallagi hjá barni.

Mio – stærðfræðiskimun er verkfæri sem kennarar Álfasteins nota í daglegu starfi með 2ja til 6 ára börnum til að meta stærðfræðifærni barnanna.

Heilsubók barnsins er veigamikill þáttur í leikskólastarfinu. Matsaðferðin felst í nákvæmri skráningu á þroska barns og færni með hliðsjón af áhersluþáttum leikskólans. Þeir þættir sem skráðir eru í bókina eru hæð og þyngd, næring og sjálfshjálp, lífsleikni, hreyfing og listsköpun auk þess eru veikindadagar barnsins skráðir í samvinnu við foreldra. Heilsubókin er á rafrænu formi og foreldrar geta alltaf skoðað skráningar í bók barnsins síns með því að skrá sig inn á innskráningarsíðu Heilsubókarinnar með rafrænum skilríkjum.

Komi í ljós einhver frávik er haft samráð við foreldra til að leita úrræða sem fyrst.