Heilsuleikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit er fámennur leikskóli rétt norðan við Akureyri. Hann stendur ofan við þjóðveginn, umlukinn trjágróðri og sveitasælu. Nafn leikskólans er dregið af bóndabænum Dvergasteini sem er norðan við Álfastein og stóra steininum á leikskólalóðinni sem kom upp úr grunninum þegar leikskólinn var byggður.

Leikskólinn er einsetinn, opinn frá 7:45 til 16:15. Þegar hann tók til starfa 30. júlí árið 1995 var hann 114 fm. með rými fyrir 16 börn. Þann 9. júní 2007 var 160 fm. viðbygging við leikskólann vígð. Í dag er hann því 274 fm. með rými fyrir 34 börn.

Einkunnarorð Heilsuleikskólans Álfasteins eru ,,Með sól í hjarta.”


Eyðublöð:

Umsókn um leikskóladvöl á Álfasteini

Umsókn um breytingu á dvöl á Álfasteini

Uppsagnareyðublað