Innskráning í Karellen
news

Kvennaverkfall - Lokað þriðjudaginn 24. október

13. 10. 2023

Kvennaverkfall

Þriðjudagur 24. október 2023, 08:00 - 22:00

Konur á Íslandi hafa gengið út af vinnustað sínum í sex skipti frá 1975 til að til að mótmæla margvíslegri mismunun og ofbeldi gegn konum og vekja athygli á framlagi kvenna til samfélagsins.

Konur á Íslandi eru hvattar til að vera í verkalli 24. október, allan daginn

„Þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Meginástæða fyrir launamuni kynjanna er vegna þess hve kynskiptur vinnumarkaðurinn er sem endurspeglast í því að innan menntamála, heilbrigðis-, og félagsþjónustu eru konur í miklum meirihluta starfsstétta en laun þeirra eru lægri hjá sambærilegum eða jafnverðmætum störfum. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum – jafnvel þó vitað sé að óbreyttu muni a.m.k. taka mannsævi," segir í kynningu um kvennaverkfallið.

Þar segir jafnframt að tími sé til kominn að konur láti heyra í sér á ný. Fulltrúar yfir 30 samtaka kvenna og fimm heildarsamtaka launafólks samþykktu einróma í sumar að boða til kvennaverkfalls 24. október. Markmið verkfallsins er að kalla eftir aðgerðum stjórnvalda, atvinnurekenda, stéttarfélaga, félagasamtaka og annarra stofnana gegn ofbeldi og launaþjófnaði.

Verkfallið í ár verður heilsdagsverkfall, líkt og var gert árið 1975.

Leikskólinn verður því lokaður þriðjudaginn 24. október 2023.