Til foreldra vegna veikinda leikskólabarna

Leikskólar eru ætlaðir heilbrigðum börnum. Veikist barnið skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í 1-2 sólarhringa og endurheimt þrótt sinn. Í undantekningatilvikum getur barnið fengið að vera inni 1-2 daga.

Þegar barnið kemur aftur í leikskólann eftir veikindi á það að vera tilbúið til að taka þátt í öllu starfi leikskólans jafnt úti sem inni. Með undantekningatilvikum er átt við langvarandi eða síendurtekin veikindi. Vinsamlegast virðið þessar reglur og biðjið starfsfólk ekki um að börnin ykkar séu inni nema í undantekningatilvikum. Í óvissu tilfellum er gott að hringja og ræða við deildarstjóra um þessar reglur. Sjálfsagt er að barnið fari síðast út og komi fyrst inn, þannig að útiveran er mjög stutt, fyrstu dagana eftir veikindi.

Leikskólastjóri