Innskráning í Karellen


Starfsreglur fyrir Foreldrafélag Álfasteins


1. gr. Félagið heitir Foreldrafélag Álfasteins. Starfsheiti skal vera Álfavinir.

2. gr. Allir foreldrar/forráðamenn barna eru félagar í foreldrafélaginu.

3. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks á Álfasteini og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólksins sem þar starfar.

4. gr. Öllum félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðsluefni eða upplýsingar er varða hina ýmsu þroskaþætti barna.

5. gr. Stjórn félagsins skipa 3 aðalmenn og 2 til vara og 1 frá Álfasteini. Að minnsta kosti einn úr stjórn sitja áfram í nýrri stjórn. Fulltrúi starfsfólks skal jafnan sitja stjórnarfundi. Kosning stjórnar skal fara fram á aðalfundi að fengnum tillögum stjórnar.

6. gr. Aðalfund félagsins skal halda að hausti ár hvert og boða með viku fyrirvara. Ef félagsmenn óska eftir fundi er stjórninni skylt að boða til fundar.

7. gr. Gjöld eru innheimt einu sinni í mánuði með leikskólagjöldum.

8. gr. Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi.

9.gr. Stjórn foreldrafélagsins er jafnframt foreldraráð leikskólans. Þar má ekki sitja foreldri sem einnig er starfsmaðurleikskólans.

10.gr. Foreldraráðið fundar a.m.k. tvisvar sinnum á skólaárinu þar sem það sinnir umsagnar- og eftirlitshlutverki sínu.


Munið að félagið stendur og fellur með þeim sem í því eru !