Innskráning í Karellen


Hörgársveit Álfasteinn

Gjaldskrá frá 1. janúar 2023


Dvöl kl. 08.00-16:00 (hver klst. á mánuði): 4.390 kr.

Dvöl fyrir kl. 08.00 og eftir kl.16:00 (hver klst. á mánuði): 7.885 kr.

Hádegismatur hver mánuður: 4.830 kr.

Hressing hver mánuður: 2.420 kr.


Afslættir af dvalargjöldum:

Systkinaafsláttur (2. barn) 50%

Systkinaafsláttur (3. barn) 100%

Afsláttur einstæðra foreldra 50%

Afsláttur námsmanna, 75% öryrkja og atvinnulausra (annað foreldri) 25%

Afsláttur námsmanna, 75% öryrkja og atvinnulausra (bæði foreldri) 50%


Veittur er 50% afsláttur af fæðisgjaldi ef barn er fjarverandi samfellt í 10 daga eða meira og það tilkynnt fyrirfram


Meðferð afslátta:

  • Afsláttarhlutföll leggjast ekki saman, hæsta afsláttarhlutfall gildir. 
  • Ef foreldri er einstætt er alltaf 50% afsláttur, burtséð hvort um er að ræða námsmann, öryrkja, atvinnuleysi eða fjölda barna. 
  • Ef námsmaður (ekki einstæður) er með fleiri en eitt barn er 25% afsláttur fyrir 1. barn og 50% afsláttur fyrir 2. barn o.s.frv. 
  • Lækkun á gjaldi kemur til framkvæmda fyrsta dag næsta mánaðar eftir framvísun vottorðs.
  • Foreldrar í námi þurfa að sýna fram á skólagöngu sína með skólavottorðum í byrjun hverrar annar. Á vottorðinu þarf að koma fram að viðkomandi sé í fullu námi sem varir að minnsta kosti í eitt ár. Í lok annar þarf að skila staðfestingu um námsframvindu. 
  • Foreldrar sem slíta samvist eða skilja og óska eftir lægra leikskólagjaldi þurfa að sýna fram á slit hjúskapar eða sambúðar með gildu vottorði. 
  • Foreldrar sem eru atvinnulausir verða að skila vottorði frá Vinnumálastofnun um hver mánaðamót. 
  • Foreldrar sem eru 75% öryrkjar þurfa að skila inn vottorði frá Tryggingastofnun.

============================================

Samþykkt í sveitarstjórn 30. nóvember 2022