Grænfánaverkefnið
Skólar á grænni grein (Eco-Schools) er alþjóðlegt verkefni sem menntar nemendur, víðsvegar um heiminn, í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.
Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Á tveggja ára fresti veljum við okkur þemu til að vinna með og skilum svo skýrslu til Landverndar þar sem við segjum frá þeim verkefnum sem við unnum að og hvar við bættum okkur í umhverfismálum á þessum tíma.
Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólinn heldur áfram góðu starfi.
Á vef Landverndar má lesa ýmislegt um Grænfánaverkefnið
Umhverfis- og loftslagsstefna Hörgársveitar
Aðgerðaáætlun Hörgársveitar í umhverfis- og loftslagsmálum
Skýrslur Álfasteins til Landverndar:
Grænfánaskýrsla Álfasteins 2015
Grænfánaskýrsla Álfasteins 2013
Grænfánaskýrsla Álfasteins 2011
Grænfánaskýrsla Álfasteins 2009