Vegna styttingar vinnuviku
15. 01. 2021
Í samræmi við kjarasamninga um styttingu vinnuviku hafa starfsmenn leikskólans Álfasteins og sveitarstjórn Hörgársveitar gert samning um eftirfarandi vegna ársins 2021:
Vikulegur vinnutími breytist ekki 2021. Hins vegar styttist vinnutími starfsfólks um 6 daga á árinu, 3 daga í dymbilviku og 3 daga milli jóla og nýárs.
Leikskólinn Álfasteinn verður því lokaður eftirtalda daga á árinu 2021 vegna þessa:
Mánudaginn 29. mars
Þriðjudaginn 30. mars
Miðvikudaginn 31. mars
Mánudaginn 27. desember
Þriðjudaginn 28. desember
Miðvikudaginn 29. desember
Með kveðju,
Snorri Finnlaugsson
Sveitarstjóri

S: 460-1752 / 860-5474